Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Ómálefnalegt bann
23.3.2010 | 16:41
Það sem er fyrst og fremst ótrúlegt í þessu máli er að alþingi íslendinga hefur samþykkt fortakslaust bann á heila atvinnugrein með þeim eina rökstuðningi að erlendar rannsóknir sýni að ólögleg háttsemi sé talin eiga sér stað inn á slíkum stöðum í einhverjum tilvikum. Löggjöfinni er hér beint gegn ákveðnum skemmtistöðum í þjóðfélaginu sem flutningsmenn frumvarpsins hafa óbeit á. Þessir staðir hafa hvorki verið ákærðir né gerst sekir um aðild að mansali eða vændi, en það er einmitt aðal rökstuðningurinn fyrir banninu. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt um umfang eða eðli mansals og vændis á Íslandi. Án efa þrífst það hér eins og annars staðar. Að sjálfsögðu þurfum við að leita allra leiða við að uppræta þann óþverra sem mansal er. En ég sé ekki hvernig bann við nektardansi, ætti á einhvern hátt að koma í veg fyrir uppgang mansals hér á landi. Það hefði verið hin eðlilega leið ef grunur leyndist um að mansal þrifist inni á nektardansstöðum að auka eftirlit með þeim. Að breyta lögum á þann veg að þeir einstaklingar sem hafa nektardans að atvinnu yrði skylt að sækja um einhversskonar leyfi og um leið að skikka þær til þess að ganga í sérstakt stéttarfélag, þar sem þær hefðu trúnaðarmann o.s.fr.v. En að nota mansalsrökin sem yfirvarp til þess að troða eigin siðferðisskoðunum yfir á þjóðfélagsþegna, er ekki bara vítavert heldur er alþingi að setja hræðilegt fordæmi. Einnig þætti mér gaman að heyra álit lögfróðra manna um hvort þessi löggjöf gangi hugsanlega gegn atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Takmarkanir á atvinnufrelsi hljóta að verða að hvíla á málefnalegum rökum og meðalhófi. Hvorugu er hér að skipta.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)